Stundum er bara fínt að gera eitthvað lítið og einfalt... svona eins og tuskur... er komin með eitthvert æði að ég held bara ;)
Ég fékk mér nýtt heklunálasett (sem er bara æði)... þannig að ég varð auðvitað að prufa það og fann mér einfalda uppskrift á Ravelry... en þetta er svo einfalt að maður þarf nú ekkert uppskrift... en hér er afraksturinn...
Ég get stundum bara ekki fylgt uppskriftum... í þetta sinn þá áttu að koma fastalykkjur eftir 14 umferðir og svo aftur halda áfram með mynstrið... en ég taldi að það væri ekki að fara að gera sig svo að ég hélt bara áfram. Setti svo 2 umf. af fastalykkjum í kringum hina þrjá kantana. Ef ég myndi fara að gera svona tusku aftur þá myndi ég bara byrja á mynstrinu og hekla svo tvær umferðir af fastalykkjum í kringum stykkið í lokin :)
Garn: Mandarin Classic
Heklunál: 3.5 mm
Uppskrift: http://www.ravelry.com/patterns/library/trigrit-dishcloth
Viðbót 02.02.13
Stærðin á tuskunni er ca. 25 x 19 cm og en ég lét bara eina dokku duga. Ef ég gerði aftur þá myndi ég gera færri loftlykkjur til að reyna að fá hana jafnari á alla kanta.
2 comments:
Flottar tuskur hjá þér. Ég ætlaði að reyna gera líka og fór á linkinn. Ég bara er ekki að skilja þetta letur á blogginu :/
Takk fyrir... þú ert þá væntanlega að tala um uppskriftina af tuskunum sem ég gerði á undan. Þú getur bara kóperað textann og peistað honum í notepad :)
Skrifa ummæli