Eins og kom fram í síðustu færslu þá er ég mjög hrifin af því þegar hægt er að búa til einhverja nytsamlega hluti úr hlutum sem annars færu í ruslið.
Ég kláraði hentugan sjampóbrúsa og ætlaði reyndar að reyna að gera hulstur undir símann þegar hann er í hleðslu en sá að síminn var of breiður... en ég fann önnur not fyrir hann eða sem hirsla sem hangir á veggnum við hliðina á töflunni minni og geymir núna töflutússið.
Brúsinn var mjög heppilegur því að það voru bara límmiðar á honum sem ég gat plokkað af... en hér kemur mynd af töflutússgeymslunni.
Hugmynd fengin héðan:
http://www.makeit-loveit.com/2011/12/holder-for-charging-cell-phone-made-from-lotion-bottle.html
1 comments:
Það væri nú alveg hugmynd að hekla eitthvað flott utan um hann ;)
Skrifa ummæli