Hér er svo mynd af þessari dásemd:
Svo er bara spurning hvenær ég hef tíma til að hekla úr þessu... en það verður amk ekki fyrr en eftir próf! Þó að það sé freistandi að byrja að hekla núna um páskana ;) En þangað til get ég klappað því (eða eftir tvo daga þegar það kemur úr frystinum... vil vera viss um að það komi engir ferðafélagar með hehehe) og spáð í hverju þeirra ég eigi að byrja á :)
Ef þið eruð að spá í hvaða týpur og litir þetta eru þá er þetta það sem ég keypti:
Gloss Lace - litir: Lilac & Marina (lengst til hægri á myndinni)
http://www.knitpicks.com/yarns/Gloss_Lace_Yarn__D5420172.html
Shadow Tonal - litir: Springtime & Summer Blooms (fyrir miðju á myndinni)
http://www.knitpicks.com/yarns/Shadow_Tonal_Lace_Yarn__D5420166.html
Shimmer - litir: Elderberry & Shallows (lengst til vinstri á myndinni)
http://www.knitpicks.com/yarns/Shimmer_Hand_Dyed_Lace_Yarn__D5420112.html
4 comments:
sæl langar að spyrja þig, stóðst garnið væntingar? Er það mjúkt?
Ég er nefnilega oft að skoða garnið frá Knit Picks en hef ekki þorað að kaupa það þar sem ekki er hægt að " káfa " á því.
kveðja
Rannveig
Sæl Rannveig
Ég var mjög sátt...Shimmer var mýkst enda baby alpaca og silki ;)
hvað fóru margar hespur í skjal? Hvað keyptir þú margar hespur í hverjum lit?
Eins og sjá má á myndinni þá keypti ég þrjár af öllum litunum nema bleika ;)
Ég er bara búin með tvö sjöl og fór með þrjár í hvort :)
Skrifa ummæli