23. apríl 2013

Bolagarn - garn gert úr stuttermabol

Var að búa til garn úr stuttermabol og ákvað að taka myndir til að leyfa ykkur að sjá hvernig ég geri þetta en ég notaði það þegar ég heklaði hitaplattann úr stuttermabol.

Efni og áhöld:
Lúinn stuttermabolur sem hættur er í notkun (bestir eru bolir sem eru saumalausir í hliðunum), góð skæri til að sníða með.

Bolagarn

Byrjum á því að klippa þvert yfir bolinn undir höndunum og klippa af faldinn neðst.

Bolagarn

Brjótið bolinn svo saman þannig að önnur hliðin er lögð upp að hinni en ekki alveg gott að hafa ca. 2 cm bil. Svo er klippt upp í bolinn þvert með ca. 2,5 cm bili en passið að klippa ekki alveg þvert yfir því að hin hliðin er notuð til að gera þetta að samfeldri lengju.

Bolagarn

Þegar búið er að klippa upp í bolinn þá er best að fletja út óklipptu röndina og klippa skáhalt á milli ræmanna. Þannig fæst löng samfeld ræma.

Bolagarn

Að lokum er farið yfir allt garnið og teygt svolítið á því og þá rúllast það aðeins upp og hægt að vinda það svo upp í hnykil.

Bolagarn

Ef  þið viljið skeyta saman og hafa t.d. garnið úr fleiri bolum eða þurfið að klippa þvottamiða af, þá er klippt smá gat á sitthvorn endann.

Bolagarn
 
Þá er endanum af viðbótinni stungið undir og í gegnum endann á garninu, og svo viðbótargarnið dregið í gegnum gatið á viðbótinni.
 

Bolagarn
 
Svo er togað varlega og þá er búið að skeyta garninu saman.
 

Bolagarn

Gott er að vinda svo garninu upp í hnykil... og þá er ekkert að vanbúnaði að fara að hekla eitthvað úr því.

P.S. Bolurinn er hreinn en það er fast kítti í honum :)

2 comments:

Nafnlaus sagði...

Sniðugt! Takk fyrir leiðbeiningarnar. Sé fram á að nýta mér þetta. Gerið svolítið af því að endurvinna notaðan fatnað. Legg til að lengjan sé jafnvel fyrst vafin í hespu og þvegin til að losna við smágerða ló sem vill losna úr sundurklipptum lykkjunum. Hef rekist á það í vefleiðöngrum mínum að fólk minnist á slíkt kusk sem er áberandi ef litur er ólíkur þeim sem bandið er úr.

Kær kveðja, Ólöf
flikkadarflikur.wordpress.com

Ólöf Lilja Eyþórsdóttir sagði...

Takk fyrir ábendinguna... en ég þvoði bara hitaplattann í höndunum, þegar ég var búin að hekla hann, til að losna við kuskið... en já það er sko nóg af kuski þegar maður er að þessu :)

Flott síðan þín :)

Skrifa ummæli