1. mars 2011

Lopapeysa handa Ísabellu

Var að klára lopapeysuna Loka frá Raggaknits (Knitting Iceland) en hún er prjónuð ofan frá sem ég tel að sé nú eina rétta leiðin til að prjóna lopapeysu... ekkert mál að síkka t.d. ermarnar :) Ísabella frænka er sjö ára í dag eða reyndar 29. febrúar og fær hún peysuna í afmælisgjöf en hún valdi sjálf litina og tölurnar.

Lopapeysa - Loki - Knitting Iceland

Lopapeysan Loki - mynsturbekkurinn

Ég prjónaði stærð fyrir sex ára en ég prjóna greinilega aðeins lausar en höfundurinn :) Mér fannst hún vera of stutt þannig að ég síkkaði hana miðað við uppgefna stærð.

Garn: Léttlopi
Prjónar: 3,5 og 4,5
Heklunál: 4,0
Uppskrift: http://www.ravelry.com/patterns/library/loki-20 (http://knittingiceland.is/2010/12/14/loki-a-free-pattern/?lang=is)

0 comments:

Skrifa ummæli