Var að klára lopapeysuna Loka frá
Raggaknits (
Knitting Iceland) en hún er prjónuð ofan frá sem ég tel að sé nú eina rétta leiðin til að prjóna lopapeysu... ekkert mál að síkka t.d. ermarnar :) Ísabella frænka er sjö ára í dag eða reyndar 29. febrúar og fær hún peysuna í afmælisgjöf en hún valdi sjálf litina og tölurnar.
Ég prjónaði stærð fyrir sex ára en ég prjóna greinilega aðeins lausar en höfundurinn :) Mér fannst hún vera of stutt þannig að ég síkkaði hana miðað við uppgefna stærð.
Garn: Léttlopi
Prjónar: 3,5 og 4,5
Heklunál: 4,0
Uppskrift: http://www.ravelry.com/patterns/library/loki-20 (
http://knittingiceland.is/2010/12/14/loki-a-free-pattern/?lang=is)
0 comments:
Skrifa ummæli