Þar sem ég er með saumaklúbb á þriðjudaginn þá ákvað ég að skreyta smá fyrir stelpurnar þó að páskarnir séu nú ekki komnir. Ég smellti því nokkrum myndum af páskaskrautinu mínu .
Eggin gerði ég árið 2004. Stakk á þau göt og blés úr þeim, málaði svo og skreytti. Hef nú ekki nennt þessu aftur en maður fékk alveg nóg af því að blása úr þeim... en ég held að ég hafi bara föndrað yfir mig af þeim en ég gerði fleiri því að ég gaf tengdamömmu og svo tengdaömmu líka :)
Svo koma nokkrar myndir af skrauti sem amma mín bjó til fyrir mörgum árum síðan... elska skrautið hennar en ég fékk föndurgenið frá henni :) Bíðið bara þangað til að jólin koma og ég get sýnt ykkur myndir af jólaföndrinu hennar :)
Ég er nú að föndra smá núna en ég er að þæfa páskaunga... smelli myndum síðar af því þegar ég er búin með þá :) Svo gerði ég líka páskaspöng einu sinni en þið getið séð myndir af henni hér.
0 comments:
Skrifa ummæli