Ég skellti mér í nám og mér sýnist ég ekki hafa nánast neinn tíma til að prjóna... prjóna samt yfirleitt þegar ég er að horfa á sjónvarpið (nema þegar þættirnir eru á dönsku) en ég er bara í svolítið stóru verkefni... er að prjóna á mig úr léttlopa og á prjóna 4,5 sem er svolítið smátt fyrr minn smekk... þannig að miðað við hvað ég get prjónað lítið í einu þá á ég eftir að vera marga mánuði að þessu :)
Þrátt fyrir að ég sakni þess svolítið að prjóna þá er það nú kannski líka af því að ég er að gefa mér svakalegan tíma í námið þar sem mér finnst eitthvað svo svakalega gaman að læra (vonandi helst það allt námið)... þannig að ég býst ekki við að skella neinu hérna inn á næstunni... ég er nú samt hvað á hverju að eignast lítinn frænda sem ég væri sko á fullu að prjóna á ef ég hefði ekki skellt mér í nám... en hvað um það... ég prjóna bara eitthvað á hann næsta sumar :)
1 comments:
Voðalega erum við samtaka í þessu. Ég hef einmitt svo lítinn tíma til að hekla vegna skólans c",)
Skrifa ummæli