Pages

20. ágúst 2012

Hekluð og stífð blóm á ljósaseríu


Nú er kertaljósatíminn aftur runninn upp og þar sem ég er dálítið hrifin af ljósaseríum til að lífga upp skammdegið þá heklaði ég þessi blóm og setti á seríu.

Ég heklaði blómin úr appelsínugulu einbandi og notaði sykurvatn (50/50 hvítur strásykur leystur upp í sjóðandi vatni). Ég lét þau liggja í vatninu í smá stund, svo tók ég þau upp og vatt þau aðeins og svo títaði ég þau niður á plast (myndi mæla með því að setja plastfilmu ofan á plastið þar sem blómin vildu aðeins festast við).

Blómin stífð úr sykurvatni

Svo var bara að bíða eftir að blómin þornuðu. Þar sem ég ætlaði að setja þau á ljósaseríu þá þorði ég ekki að bíða eftir að þau fullhörðnuðu þannig að á ég smellti þeim á seríuna og lét hana svo hanga  þar til þau voru tilbúin. Hér má svo sjá nokkrar myndir af útkomunni:

Heklað blóm á ljósaseríu

Hekluð blóm á ljósaseríu

Blómaljósaserían í hrúgu

Önnur mynd af hekluðu ljósaseríunni

Blómin eru aðeins aðlöguð því að í uppskriftinni var ekki gert ráð fyrir að þau væru sett á ljósaseríu, en uppskriftina af þeim má finna í bókinni 100 Flowers to Knit & Crochet.

Garn: Einband
Heklunál: 3,5 mm

6 ummæli:

  1. Koma rosalega vel út hjá þér :o)

    SvaraEyða
  2. vá vá vá! Svakalega kemur þetta vel út!

    SvaraEyða
  3. Mikið ertu flínk og þessi rauða blómasería er sú flottasta sem ég hef séð, svona heimaskreytt! Bloggið þitt er líka einstaklega vandað og gaman að sjá lýsingarnar t.d. á aðferð og garni. Takk fyrir mig og ég mun svo sannarlega fylgjast með þessu frábæra bloggi :)
    Kv. Hansína

    SvaraEyða