Ég fann fljótlega uppskrift af sjali sem mig langaði til að gera... já ég er pínu sjal-óð... enda er svo svakalega gaman að hekla sjöl :)
Ég kláraði sjalið í lok maí... en ég var ekki nógu sátt við kantinn... þannig leið og beið þar til í gær þremur mánuðum seinna að ég bullaði einhvern kant og var bara nokkuð sátt... en þetta er eiginlega orðið haustsjal í stað þess að vera vorsjal ;)
Fín uppskrift að öðru leyti en að mér fannst hún óljós á köflum.
Garn: Randalína II / Evilla Artyarn 8/2
Heklunál:
Uppskrift: http://www.ravelry.com/patterns/library/woollen-spring-shawl-varschal-i-ylle
0 comments:
Skrifa ummæli