10. september 2012

Hekluð ungbarnapeysa

Ég ákvað að prófa að hekla peysu úr Þóru - heklbók á 1 árs frænda minn... var búin að sjá svo margar dásamlega fallegar myndir af peysunni og ákvað að prófa sjálf :)

Ég er mjög hrifin af bæði útkomunni og uppskriftinni ef frá er talið úrtökunar... mér finnst þær sjást of mikið en kannski taka aðrir ekki eftir því ;) Ég prófaði nokkrar leiðir en fannst skásta útkoman vera eins og sagði í uppskriftinni :) Peysan er mjög auðveld og fljóthekluð... en mikið svakalega voru margir endar til að ganga frá (ég ákvað að hekla ekki yfir þá þar sem ég taldi að þeir myndu sjást of mikið).

Hekluð ungbarnapeysa úr Þóru - heklbók

Mér finnst myndin ekki alveg fanga réttu litina... blái er svolítið blágrænn. En skelli annari mynd sem sýnir svo sem litina ekki betur en var aðeins að fikta í símanum...

Önnur mynd af peysunni


Eitt tips en það er að athuga hvort að litaskiptin gangi upp áður en farið er að hekla... ég spáði ekkert í þessu og þau gengu ekki alveg upp eins og ég hefði viljað t.d. enda á grænu og hvítu fyrir kantinn en ekki bláu og hvítu :)

Garn: Kambgarn
Heklunál: 3,5 mm (og 4,0 mm í kanntinn)
Uppskrift: Þóra - heklbók

5 comments:

tinna þórudóttir þorvaldsdóttir sagði...

rosa falleg Ólöf Lilja, og ég veit, þetta með úrtökuna voru líka miklir bakþankar hjá mér, ég prófaði allskonar,en endaði bara back in the basics, því það var á endanum skást. svo reyndar sést þetta eiginlega ekki neitt nema bara við sem erum að rýna í þetta ;) ætlarðu svo að henda í húfuna líka? knús og kram, Tinna.

Ólöf Lilja Eyþórsdóttir sagði...

Takk... það er aldrei að vita :)

Elín sagði...

Alveg sammála þér með þessa peysu. Fullt af endum en virkilega fljóthekluð og ótrúlega falleg þegar hún er búin. Úrtökurnar fóru e-ð smá í mig fyrst, en hugsa að enginn taki eftir þessu nema við heklararnir :)

Flott litasamsetning hjá þér.

Nafnlaus sagði...

Er ekkert erfitt að hekla þessa peysu, ég fór í Hagkaup staðráðin að kaupa bókina út af þessari peysu en fór svo að lesa uppskriftina og hætti við :( fannst hún virka eitthvað svo erfið.

Ólöf Lilja Eyþórsdóttir sagði...

Sæl/ll Nafnlaus :)

Nei mér fannst uppskriftin mjög einföld og maður er alltaf að gera það sama þannig að maður lærir alveg að gera V-mynstrið fljótt.

Skráðu þig í hópinn Handóðir heklarar á Facebook... þú getur alltaf skrifað inn í hópinn ef þú ert eitthvað strand. Höfundur bókarinnar er þarna og svo eru fullt af öðrum sem hafa heklað peysuna þannig að ég býst við að þú fengir fljótt svör ef þú værir strand :)

Skrifa ummæli