9. nóvember 2012

Föndrari af lífi og sál á Pinterest

Ég eins og svo margir aðrir eru húkkt á Pinterest... ó hvað maður getur gleymt sér þarna inni í margar klukkustundir að skoða eitthvað flott og sniðugt. Pinterest er eins og myndræn korktafla á netinu fyrir þá sem ekki þekkja. Maður sér eitthvað flott eða sniðugt og getur sett það sem þú sást á þína korktöflu og svo margt annað sniðugt... endilega skoðið þetta :)

En ég sem sagt eyddi alltof löngum tíma þar inni núna áðan... ég ákvað að setja inn myndir af flest öllu sem ég hef gert og linka yfir á bloggfærslunar. Ástæðan fyrir því er að mér finnst alltaf betra þegar maður smellir á "pinnana" að maður lendi á réttum stað þ.e.a.s. þegar þú smellir á myndina að þá er linkur yfir á rétta bloggfærslu. Því miður er alltof mikið um það á Pinterest að maður þarf að leita á bloggunum að réttri færslu því að sumt fólk kann ekki eða fattar ekki hvernig á að setja inn nýja pinna :)

Föndrari af lífi og sál á Pinterest

Ef ykkur langar til að fylgjast með Föndrara af lífi og sál korktöflunni þá getið þið smellt á þessa mynd:
 
Fylgstu með... Föndrara af lífi og sál á Pinterest

(Einnig getið þið fylgst með öllum korktöflunum mínum hérna: http://pinterest.com/oloflilja/)

0 comments:

Skrifa ummæli