Ég rakst áðan á þennan dúk sem ég heklaði þegar ég var nýbúin að læra að hekla... að ég held bara strax á eftir að ég var búin að hekla jólabjöllurnar :)
Þetta var árið 2010 og þá var ég ekki komin með aðgang á Ravelry og því hef ég ekki hugmynd um hvaða garn ég notaði eða stærðina á heklunálinni... sem mér sýnist hafa verið ansi smá :) Ég fékk uppskriftina hjá góðri konu sem ég var að vinna með og ég held að hún hafi verið úr Nýtt til heimlisins. Hvað um það þá bara varð ég að smella mynd af þessum sæta dúk og leyfa ykkur að sjá :) Ef þið kannist við uppskriftina þá væri ég alveg til í að fá að vita hvaðan hún kom :)
Er núna í óða önn að taka upp jólaskrautið og reikna með að taka myndir af föndrinu hennar ömmu og blogga um það á morgun :)
0 comments:
Skrifa ummæli