24. september 2013
Hekluð peysa á mig
Ég var bara áðan að klára heklaða peysu á mig... er ekki einu sinni búin að þvo hana ;) Ég var ekkert mjög lengi að hekla hana en uppskriftin vafðist mjög mikið fyrir mér þegar kom að því að setja hana saman þ.e. þar sem sjalkraginn mætir bakstykkinu. Uppskriftin er bara ekki nægilega góð að mínu mati... frekar en aðrar uppskriftir sem ætlast bara til að fólk finni sjálft út úr hlutunum.... en að öðru leyti er uppskriftin fín ;)
Ég ákvað að nota einfaldan plötulopa því að ég er mjög hrifin af plötulopa og hann er ódýr. Ég var ekki tilbúin að nota eitthvað dýrt garn því að garnmagnið yrði svo mikið og svo var ég heldur ekki viss um hvernig peysan færi mér ;)
Peysan er vel stór og er ég búin að vera að velta vöngum yfir því hvort að ég eigi að skella henni í smá stund í þurrkarann þegar ég þvæ hana eða ekki... annars held ég samt að peysan sé flottari ef hún er vel stór... þannig að ætli ég láti ekki bara þvott duga amk að sinni ;)
Þið verðið bara afsaka að ég hafi ekki málað mig né greitt mér sértstaklega fyrir myndatökuna en ég held nú að þið séuð líka meira að spá í hvernig peysan líti út en ég... eða það vona ég allavegana ;)
Garn: plötulopi
Heklunál: 5,0 mm
Uppskrift: http://www.garnstudio.com/lang/is/pattern.php?id=6259&lang=is
3 comments:
Vá flott!
Æðisleg hjá þér ! Eru þetta tvöfaldir stuðlar ?
Sæl/ll Nafnlaus
Takk fyrir. Já þetta er mestmegnis tvöfaldir stuðlar... en svolítið af þreföldum líka í kantinum :)
Skrifa ummæli