8. september 2013

Heklaðar jólakúlur

María-heklbók er loksins komin út en margir hafa beðið með óþreyju eftir annari heklbók á íslensku. Mér finnst þessi bók mjög falleg og alls ekki síðri en Þóra-heklbók sem er fyrri bókin. Fullt af skemmtilegum uppskriftum en ég tók að mér að prufuhekla fyrir bókina en komst reyndar ekki yfir að hekla allt svo að ég á örugglega eftir að hekla margt upp úr bókinni.

Svo má einnig geta þess að það er önnur íslensk heklbók að koma út á næstu dögum en hún heitir Heklað fyrir smáfólkið... vonandi er þetta bara vísir að því að það muni koma fleiri heklbækur út á íslensku á komandi árum :)

Heklaðar jólakúlur

Ég heklaði Skrepp og Lepp úr Maríu-heklbók en ekki alveg í hinum týpísku jólalitum... ég var rosalega ánægð með uppskriftina að jólakúlunum þar til ég sá myndirnar af jólakúlunum í bókinni... en ég gat ekki annað en hlegið því að ég hafði sett kúlurnar vitlaust í... ég verð að viðurkenna það að þær eru nú flottari eins og þær áttu að vera en mér fannst þær reyndar alveg líka flottar hinsegin :) Skelli inn mynd af þeim þannig líka til gamans ;)

Heklað utan um jólakúlur

Garn: Løve Garn Bomuld 8/4 Merceriseret
Heklunál: 2,0 mm
Uppskrift: Skreppur og Leppur úr Maríu-heklbók

0 comments:

Skrifa ummæli