19. desember 2013

Skreyttir jólapakkar

Hlusta á Baggalút og pakka inn jólagjöfum... ákvað að í ár skyldi ég eyða meiri tíma við að nostra við pakkana en ég hef gert undanfarin ár. Pinterest er æðislegt til að finna hugmyndir og fékk ég einmitt hugmynd að svona dúllum ofan á pappírnum.

Jólapakkaskraut - skreyttir jólapakkar

Ég rakst einmitt á mynd af dúllunni á vinstri pakkanum á Pinterest og klippti bara svipað út og sýnt var á myndinni en mesti vandinn var að finna hvernig best væri að brjóta pappírinn. Ég fann gott myndband á Youtube sem leysti vandann.

Ég gúgglaði líka "Paper snowflakes" og fann t.d. síðu þar sem ég gat prentað út sniðmát... þannig að ég þurfti bara að brjóta pappírinn saman og klippa út. Hér finnið þið sniðmátið af snjókorninu:
http://designspectacleblog.wordpress.com/2010/12/02/how-to-make-your-very-own-reddit-snowflake/

Svo er auðvitað bara hægt að leyfa sköpunargleðinni að njóta sín og klippa bara eitthvað :) Ég setti dúllurnar undir plastdúkinn á borðstofuborðinu til að slétta úr þeim... en það væri líka alveg sætt að hafa bara dúllurnar undir.

Dúllur og snjókorn

Svo fannst mér ég verða að föndra merkispjöldin líka... það var mjög einfalt.... bara klippa kartonpappír með takkaskærum, klippa jólatré úr grænum pappír, lím og glimmer :)

Heimatilbúin merkispjöld

Maðurinn minn er sérlega ánægður með pakkaföndrið mitt því að hann sleppur vel frá því að pakka inn gjöfunum í ár :)

2 comments:

Áslaug sagði...

Mjög flottir pakkar, ekki amalegt að hafa svona undir trénu hjá sér. Varla að maður myndi tíma að opna pakkana. Gleðileg jól til þín og þinna.

Unknown sagði...

Flott hjá þér <3

Skrifa ummæli