18. febrúar 2018
Lopavettlingar úr tvöföldum plötulopa
Það er svo gaman að prjóna úr lopa... þrátt fyrir að allt heimilið verði loðið og mig klæi í nefið ;) Ég á svo mikið af lopa að ég ætla að dunda mér við að prjóna fullt af vettlingum úr afgöngunum enda veitir ekki af að eiga góða og hlýja lopavettlinga í þessari veðráttu :)
Þessir eru úr bókinni Vettlingar og fleira eftir Kristínu Harðardóttur en ég er búin að eiga þessa bók í mörg ár en ég man ekki hvort að ég hafi nokkuð prjónað úr henni áður... fínasta uppskrift og mun vonandi prjóna fleiri vettlinga úr bókinni svo að það grynnki aðeins í garnhrúgunni minni ;)
Garn: tvöfaldur plötulopi
Prjónar: 4,0 mm og 5,0 mm
Uppskrift: Nokkrir mynstraðir vettlingar úr tvöföldum plötulopa úr bókinni Vettlingar og fleira
0 comments:
Skrifa ummæli