8. febrúar 2011

Heklaðar glasamottur

Mér finnst þessar glasamottur svo sætar.... en ég er reyndar ekki alveg viss um að ég muni nota þær mikið :) Þetta er mjög auðvelt og gott byrjendaverkefni.

Ég reyndar sá þegar ég var búin með grænu að það væri sennilega flottara að nota magicloop í byrjuninni í staðinn fyrir að hekla alla stuðlana í fyrstu loftlykkjuna. Ég hefði líka viljað vera með grófara bómullargarn til að hafa þær örlítið stærri. Ég prófaði að hekla eina umferð til viðbótar en þá fannst mér þær of stórar. Ég vildi heldur ekki gera þær með stærri nál því að þá myndi mér finnast þær vera of gisnar :)




Garn: Trysil Garn Tuva Helårsgarn
Heklunál: 4,0

0 comments:

Skrifa ummæli