13. febrúar 2011

Heklaðir barnavettlingar

Hef lengi ætlað að hekla vettlinga (eins og svo margt annað). Ég sá að Eyþór frændi minn var í ansi litlum vettlingum á leikskólanum fyrir jól... þannig að ég lét verða að því núna að hekla vettlinga handa honum... vona bara að þeir passi á hann. Þetta er sem sagt frumraun mín vettlingahekli... ætli það sé til aðferð til að hekla tvo vettlinga í einu eins og að prjóna tvo í einu? ;) Ætli ég drífi svo ekki í að hekla stærri vettlinga handa systur hans :)



Garn: Trysil Garn Oda
Heklunál: 6,0
Uppskrift: upp úr mér

Viðbót 18. febrúar 2011 
Vettlingarnir smellpössuðu á frænda... og hann er svo ánægður með þá að hann er með þá inni á deild á leikskólanum :)

1 comments:

Unknown sagði...

Ó mig langar svo að gera svona fallega vettlinga á littlu dömuna mína. Áttu uppskriftina sem þú bjóst til fyrir þessa? og tímiru að deila henni með mér?

Skrifa ummæli