Ég ákvað að klára að hekla hinn vettlinginn sem ég gerði í prufuheklinu. Á eftir að sjá hvort að þeir passi á 6 ára frænda minn :)
Ég er ekki sérlega hrifin af Létt-lopa... mér finnst plötulopinn miklu skemmtilegri því að hann er meira "flöffí" og mýkri... er að spá í hvort að ég eigi ekki að hekla mér eina en uppskrift af fullorðins vettlingum má finna í Þóru - heklbók en ætli ég þurfi ekki að aðlaga hana svolítið :)
Garn: Létt-lopi
Heklunál: 4,5 mm
Uppskrift: Þumalína - barnavettlingar úr Maríu - heklbók
Engin ummæli:
Skrifa ummæli