Ég ætla bara að skella inn fullt af myndum af þessum dásemdum... mér finnst þetta vera svo kósý :)
Ég er ánægðust með þessar tvær krukkur þ.e. appelsínugula og lillabláa þó að auðvitað eru þær allar sætar :)
Garn: í allar krukkurnar nema gulu: Løve Garn Bomuld 8/4 Merceriseret, gula krukkan: Marks & Kattens Bianca.
Heklunál: 2,5 mm
Uppskrift: engar en ég skoðaði mörg mynstur í mynsturbók sem ég á en svo vafraði ég bara um netið og skoðaði Pinterest og fann nokkur mynstur þannig.
Úpps... ég var að gleyma þessum sem ég byrjaði á að gera... amk gleymdi ég þeim þegar ég tók hópmyndina ;)
Garn: Trysil Tuva
Heklunál: 3,0 mm
Uppskrift: engin
Hrikalega flottar hjá þér! :)
SvaraEyðaKrukkurnar eru bara æðislegar hjá þér, þú ert ótrúlega flink við þetta.
SvaraEyða