Pages

2. september 2013

Litskrúðugt krukkuhekl

Eins og þeir sem líka við Facebooksíðu bloggsins hafa tekið eftir þá hef ég verið óstöðvandi í að hekla utan um krukkur undanfarna daga. Mér finnst þetta akkúrat vera tíminn til að sitja inni og hafa kósý meðan veðrið dynur á gluggunum. Ég var ekki búin að hekla í nokkra daga en ég var komin með pínu hekl-leiða á stóru verkefnunum sem ég er með í gangi þá var kjörið að finna einhver lítil verkefni til að upphefja andann :)

Ég ætla bara að skella inn fullt af myndum af þessum dásemdum... mér finnst þetta vera svo kósý :)


Hekluð krukkuljós - crochet jars
 
Heklaðar krukkur

Krukkuljós
 
Heklað utan um krukkur

Ein sem sýnir betur litina

Ég er ánægðust með þessar tvær krukkur þ.e. appelsínugula og lillabláa þó að auðvitað eru þær allar sætar :) 

Appelsínugul krukka

Lillablá krukka
 

Garn: í allar krukkurnar nema gulu: Løve Garn Bomuld 8/4 Merceriseret, gula krukkan: Marks & Kattens Bianca.
Heklunál: 2,5 mm
Uppskrift: engar en ég skoðaði mörg mynstur í mynsturbók sem ég á en svo vafraði ég bara um netið og skoðaði Pinterest og fann nokkur mynstur þannig.


Úpps... ég var að gleyma þessum sem ég byrjaði á að gera... amk gleymdi ég þeim þegar ég tók hópmyndina ;)

Heklaðar krukkur


Garn: Trysil Tuva
Heklunál: 3,0 mm
Uppskrift: engin

2 ummæli:

  1. Hrikalega flottar hjá þér! :)

    SvaraEyða
  2. Krukkurnar eru bara æðislegar hjá þér, þú ert ótrúlega flink við þetta.

    SvaraEyða