Pages

13. nóvember 2013

Fleiri hekluð snjókorn

Mér finnst við hæfi að blogga um fleiri snjókorn í dag þar sem það er búið að snjóa :) Mér þykir svo gaman að hekla þau og þau eru svo falleg þannig að það er alveg þess virði að vera smá klístraður þegar maður er að stífa þau en ég nota til þess sykurvatn. Þessi eru fyrir utan samheklið inni á Handóðum heklurunum, en við erum á sjöunda snjókorninu þessa vikuna :)

Snoqualmie Snowflake
Þetta snjókorn er eftir Deborah Atkinson, höfundinn sem við erum með í samheklinu. Mér finnst það fallegt en það er full lítið fyrir minn smekk... væri samt flott að setja þetta á jólatréð :)

Heklað snjókorn - Snoqualmie Snowflake
 
Snoqualmie Snowflake í stífingu
 
Lengd frá armi til arms: 7,6 cm
Garn: DMC Babylo size 10
Heklunál: 1,5 mm
Uppskrift: http://www.snowcatcher.net/2012/09/snowflake-monday_24.html


Ellingwood Point Snowflake
Þetta er nýlegt snjókorn úr smiðju sama höfundar. Fallegt en mér fannst einhvern veginn ekki eins gaman að hekla þetta :)

Heklað snjókorn Ellingwood Point Snowflake
 
Ellingwood Point Snowflake í stífingu
 
Lengd frá armi til arms: 12,5 cm
Garn: DMC Babylo size 10
Heklunál: 1,5 mm
Uppskrift: http://www.snowcatcher.net/2013/10/snowflake-monday.html


Fancy Snowflake
Þetta fallega snjókorn er eftir Noel V. Nevins og ég átti í erfiðleikum með að fara í gegnum uppskriftina en ég gat ekki betur séð en að það væru nokkrar villur í henni.

Heklað snjókorn Fancy Snowflake
 
Fancy Snowflake í stífingu

Lengd frá armi til arms: 14,2 cm
Garn: DMC Babylo size 10
Heklunál: 1,5 mm
Uppskrift: http://crochet.tangleweeds.com/my_fancy_snowflake.html


Pine Tree Doily
Þetta er lítið og sætt snjókorn eftir Coats Design Team... myndi klárlega sóma sér vel á jólatrénu :)

Heklað snjókorn Pine Tree Doily
 
Pine Tree Doily í stífingu

Lengd frá armi til arms: 9,3 cm
Garn: DMC Babylo size 10
Heklunál: 1,5 mm
Uppskrift: http://www.coatsandclark.com/Crafts/Crochet/Projects/Seasonal/WC1902+Pine+Tree+Doily.htm


Stand Out Snowflake
Nýlegt snjókorn eftir Deborah Atkinson... svakalega fallegt að mínu mati :)

Heklað snjókorn Stand Out Snowflake

Stand Out Snowflake í stífingu
 
Lengd frá armi til arms: 10,7 cm
Garn: DMC Babylo size 10
Heklunál: 1,5 mm
Uppskrift: http://www.snowcatcher.net/2013/11/snowflake-monday_4.html

Engin ummæli:

Skrifa ummæli