Pages

13. desember 2013

Heklaður fléttukragi

Ég sá um daginn svo fallegan kraga á Pinterest... að ég hafði bara ekki séð annað eins en ég fann svo uppskriftina af honum á Ravelry.

Ég auðvitað átti eitthvað garn sem hentaði í "stashinu" mínu sem er sko gott þegar maður fær skyndihugdettur þegar allar búðir eru lokaðar og maður þarf sko að byrja á verkinu ekki seinna en strax þó að við vitum öll að strax er nú teygjanlegt hugtak... en já það borgar sig sko alltaf að eiga góðan lager af garni ;)

Heklaður fléttu kragi

Fléttaður kragi


Ég fylgdi ekki uppskrift enda sá ég á myndunum hvernig þetta var heklað en þetta eru fimm lengjur sem eru fléttaðar saman en ég vildi hafa minn breiðari og heklaði 7 lengjur. Þetta er mjög einfalt að hekla en það var svolítill höfuðverkur að flétta þetta saman og tengja svo að lokum saman í hring... en þetta hafðist allt eftir að ég skoðaði myndband á Youtube hvernig maður fléttar svona hárfléttu :)


Heklaður kragi

Lét mig hafa það að smella einni sjálfsmynd af mér með kragann til að gefa ykkur betri hugmynd hvernig kraginn er... ekki besta mynd í heimi en þið vonandi takið viljann fyrir verkið ;)

Garn: Iglo soft
Heklunál: 8,0 mm

2 ummæli:

  1. Sælar, ég er einmitt alveg hugfangin af þessum, en er einmitt líka í basli við að koma honum saman í hringtrefil, hvernig fórstu með samskeytin? mér finnst þau ekki alveg koma nógu fallega út hjá mér :)

    SvaraEyða
  2. Það eru nú ansi margir mánuðir síðan ég gerði þetta en mig minnir að ég hafi lykkjað renningana saman með javanál :)

    SvaraEyða