Heklunálasett
Það eru til margar tegundir af heklunálasettum. Ég á bæði frá Tulip og KnitPro. Ég elska Tulip settið mitt en er ekki nógu ánægð með KnitPro.
Prjónasett
Það eru líka margar tegundir til en ég er mjög ánægð með settið mitt frá KnitPro... væri líka alveg til í lace prjónasettið frá Addi. Mér finnst æðislegt þegar maður maður getur auðveldlega skipt um prjónastærð eða jafnvel lengt snúrurnar... bara skrúfa saman en passa þarf að herða vel :) Svo eru líka til sokkaprjónasett en ég reyndar nota aldrei sokkaprjóna :)
Prjónatöskur
Ég á eina tösku sem er alltaf full en er þó ekki mikið að ferðast með hana nema á sumrin... hún kemur þó alltaf með í útilegur :) Fullt af hólfum sem er fyrir hitt og þetta :)
Garnvindur
Mjög þægilegt að eiga þegar maður kaupir garn í hespum.
Hesputré
Mjög þægilegt að eiga þegar maður kaupir garn í hespum í stað þess að nota stólabök eða fjölskyldumeðlimi. Ég á eitt sem varla flokkast sem tré þar sem það er lárétt en það er eldgamalt og fékk ég það frá ömmu.
Heklbækur og blöð
Ég elska heklbækur þar sem ég er forfallinn heklari :)
Prjónabækur og blöð
Ég prjóna ekki nógu mikið. Ég á ekki mikið af prjónabókum en þó eitthvað... mest hef ég keypt af Lopablöðum :) En það er til gott úrval af prjónabókum bæði íslenskum og erlendum í flestum hannyrðabúðum.
Strekkivírar og pinnar
Að mínu mati nauðsynlegt fyrir þá sem eru að hekla eða prjóna sjöl. Þetta er bæði fljótlegra og svo finnst mér ég ná hlutunum beinni.
Garn
Flestir sem hekla og/eða prjóna elska garn og finnst þeir eiga aldrei nóg af því... en það getur samt verið snúið að kaupa garn handa þeim því að bæði er litasmekkur mismunandi og svo eru sumir sem hekla t.d. ekki úr gerviefnum og aðrir gætu verið með ofnæmi fyrir t.d. lopa :)
Ýmis hjálpartæki
Mörgum finnst nauðsynlegt að eiga ýmis hjálpartól s.s. prjónamerki, umferðateljara, kaðlaprjóna, prjónamál, málband, nálar og skæri.
Gjafakort í garnbúðir
Margar hannyrðaverslanir selja gjafakort sem er auðvitað mjög góð leið ef erfitt er að velja eitthvað handa viðkomandi :)
Eitthvað handgert
Mér þætti bara æðislegt að fá einhverja handgerða hluti í jólagjöf og fyrir mér eru þeir mun persónulegri og verðmætari en eitthvað búðarkeypt :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli