Í fyrra stóð ég fyrir samhekli á snjókornum eftir Deborah Atkinson inni á Handóðum heklurum en ég er með pínu æði fyrir hekluðum snjókornum og snjókornin hennar eru æði! Þar sem ég er ekki lengur stjórnandi í hópnum (hafði ekki tíma fyrir það) þá datt mér í hug að fá leyfi frá henni til að þýða nokkrar uppskriftir og birta á blogginu mínu sem hún veitti mér góðfúslega :)
Það er úr nógu að velja enda eru snjókornin hennar hvert öðru fallegra en fyrsta snjókornið vildi ég hafa fremur auðvelt þó að auðvitað getur ekki talist auðvelt að hekla snjókorn en það er þolinmælisvinna og þarf maður að lesa textann vel og gera nákvæmlega eins og sagt er :)
Ég ætla að hafa samhekl samhliða því sem ég birti þýðingar af snjókornunum inni á Facebooksíðu bloggsins.
Ég er búin að stofna viðburð fyrir þetta snjókorn og stendur samheklið til 5. október 2014. Ef þið viljið vera með þá endilega skráið ykkur á viðburðinn: https://www.facebook.com/events/1478382999107798/
Enchanted Forest Snowflake
Höfundur að þessari uppskrift er Deborah Atkinsson (http://www.snowcatcher.net/). Uppskriftin er þýdd og birt hér með leyfi höfundar. Það má ekki afrita uppskriftina á neinn máta nema með leyfi höfundar.
Upprunaleg uppskrift:
http://www.snowcatcher.net/2013/12/snowflake-monday_16.html
Uppskriftin á Ravlery:
http://www.ravelry.com/patterns/library/enchanted-forest-snowflake-and-tree
Mælt með: heklugarn nr. 10 og 1,5 mm heklunál (garnið sem ég notaði er DMC Babylo)
Skammstafanir:
ll = loftlykkja,
kl = keðjulykkja,
fl = fastalykkja,
hst = hálfstuðull,
st = stuðull,
L = lykkja
llb = loftlykkjubogi,
sl = sleppa
ATHUGIÐ! Þegar höfundurinn talar um að endurtaka frá * X sinnum þá þýðir það í raun að þið gerið þetta einu sinni og svo eigið þið að endurtaka það sem þið voruð að gera X sinnum til viðbótar. Dæmi: endurtakið frá * 4 sinnum þýðir að þið gerið hlutinn 5 sinnum.
Aðferð:
6 ll, kl í 1. ll EÐA gerið galdralykkju.
1. umf: 12 fl í hringinn; kl í byrjunar fl. Þrengið galdralykkjuna vel, en hafið opið nógu vítt til að lykkjurnar inn í liggi sléttar.
2. umf: 3 ll (telur sem 1 st),* sl 1 fl, 1 st í næstu fl, 6 ll, 1 st í sömu fl; endurtaka frá * 4 sinnum; sl 1 næstu fl, 1 st í sömu fl og kl, 6 ll, kl í 3. ll af byrjunar 3 ll.
3. umf: *3 fl í næsta 6 llb, 10 ll, 3 fl í sama bil; endurtaka frá * 5 sinnum; kl í byrjunar fl.
4. umf: *2 ll, 2 st í næsta 10 llb, *[3 ll, kl í toppinn á st sem var verið að gera, 2 st í sama llb/L] 3 sinnum, 3 ll, 2 st í 3. L frá nálinni, 5 ll, 1 fl í 5. L frá nálinni, 6 ll, kl í fl, 4 ll, kl í fl, 3 ll, 2 st í 3. L frá nálinni, [2 st í sama llb, 3 ll, kl í st sem var verið að gera] 3 sinnum, 2 st í sama llb, 2 ll, kl í bilið á milli næstu tveggja 3/fl hópa; endurtaka frá * 5 sinnum, enda á kl í byrjunar fl í umf. 3. Klippa og ganga frá endum.
Þýðing: Ólöf Lilja Eyþórsdóttir
Stífið svo snjókornið, en ég nota sykurvatn (50/50 sykur og sjóðandi vatn. Skapalón eru nauðsynleg að mínu mati til að hjálpa við að hafa snjókornin bein. Ég set skapalónin ofan á frauðplast og set svo bökunarpappír yfir. Nauðsynlegt er að nota ryðfría títuprjóna til verksins (ef þið eruð ekki viss þá endilega gerið prufu svo að snjókornið skemmist ekki).
Hér má finna góð ráð varðandi stífingar: http://handverkskunst.wordpress.com/2012/10/22/5-god-rad-thegar-stifa-a-hekl-eda-prjon/
Engin ummæli:
Skrifa ummæli