Pages

27. mars 2016

Gleðilega páska!

Páskaskraut

Ég elska að skreyta fyrir jólin og páskana... mér finnst alltaf svo gaman að fá gula litinn inn með litlu páskaliljunum, gulum túlípönum, gulum kertum og föndraða páskaskrautinu frá ömmu :) Reyndar að þessu sinni var ég búin að hekla utan um nokkur egg en það er einmitt tilefni bloggfærslunnar í dag.... varð reyndar að smella einni mynd af krukkubakkanum mínum um páskana :)

Krukkubakkinn í páskafíling

En já aftur að hekluðu páskaeggjunum... hérna sjást þau öll saman á greininni minni. Amma gerði litlu fuglana fyrir ansi mörgum árum síðan og mér finnst þeir alltaf jafn sætir :)

Hekluðu páskaeggin

Ég setti inn uppskriftina mína af "skeljapáskaegginu" í gær og vonandi eiga einhverjir eftir að nýta sér hana. En ég átti eftir að blogga um hin tvö eggin sem ég heklaði utan um eftir uppskriftum sem ég fann á netinu.

Skeljapáskaegg


Það var mjög gaman að hekla eggin en ég þurfti að aðlaga uppskriftirnar svolítið. Fyrsta eggið sem ég gerði var netaeggið.

Heklað utan um egg

Uppskriftin var mynsturteikning og maður heklaði tvo helminga en svo fannst mér ekki segja mikið frá því hvernig maður átti að tengja þá saman... ég bætti því við einni umferð þar sem ég tengdi stykkin saman.

Heklað utan um egg

Svo var það seinna eggið en þarna var ég ekki nógu hrifin af uppskriftinni því að það var ekki fallegt á bakhliðinni því að þetta var svona svipað og þegar verið er að hekla utan um steina en þá var bara op á bakhliðinni... ég ákvað því að hekla tvö svona hjól og tengja saman á hliðinni í kross.

Ég á örugglega eftir að hekla fleiri egg í framtíðinni og þá held ég að ég væri til í að mála eggin... gæti alveg séð þau fyrir mér ljósbleik eða ljósgrá með hvítu heklugarni :)

Garn: DMC Babylo heklugarn nr. 10
Heklunál: 1,5 mm
Uppskriftir: http://www.fondrari.blogspot.is/2016/03/hekla-paskaegg-uppskrift.html,
http://lvly.nl/en/crochet-easter-eggs-pattern/ og http://www.flaxandtwine.com/2012/04/crochet-covered-easter-eggs-a-diy-tutorial/

3 ummæli:

  1. Ef fleiri eru að spá í heklaða dúknum sem hangir fyrir ofan arininn þá getið þið fundið uppskriftina að honum í þessari bloggfærslu:

    http://fondrari.blogspot.is/2013/05/heklaur-dukur.html

    SvaraEyða
  2. Sæl er hægt að nota annað en egg leiðinlegt að gera svona flott svo brotna eggin

    SvaraEyða
  3. Sjóða eggin?

    SvaraEyða