29. janúar 2011

Heklað utan um krukkur og lampa

Ég skoða mjög oft handavinnublogg og rakst á svakalegar flotta kertastjaka hjá Handóðri. Hún heklaði utan um krukkur og setti sprittkerti í... mér fannst þetta ekkert smá flott og auðvitað langaði mig til að gera eins, en hún var ekki með neina uppskrift þannig að ég gúgglaði og fann mjög flotta og einfalda uppskrift hjá naturenutnotes.com.



Það er nú oft þannig með mig að þegar ég sé eitthvað flott þá bara verð ég að gera það NÚNA... og það er sko ekki hætt fyrr en það er búið að klára verkið :) Ég var nú svo sem enga stund að gera þessa... og er reyndar búin að gera líka utan um tvær stærri krukkur... svo vatt þetta líka aðeins upp á sig því að mig hefur lengi langað til að hekla utan um IKEA lampa sem ég er með úti í glugga... ég var reyndar byrjuð á því en fannst það ekki nógu flott svo að ég bara rakti það upp og heklaði með sama mynstri og utan um krukkurnar :)



Er hrikalega ánægð með lampann... og á reyndar tvo aðra stærri í sama stíl... aldrei að vita hvort að ég hekli líka utan um þá einhvern tímann :)

Garn: Trysil Garn Tuva Helårsgarn
Heklunál: 3,5 (4,0 utan um lampann)
Uppskrift: http://www.naturenutnotes.com/2011/01/crochet-votive-tutorial.html
Athugasemdir: Aðvelt að gera. Passa að hafa vel strekkt utan um það sem verið er að hekla utan um.

2 comments:

Elín sagði...

Ekkert smá gaman að finna bloggið þitt! Hef séð hekl eftir þig hér og þar - skjaldbakan, IKEA lampinn, mottan - en aldrei tengt það saman að þetta væri ein og sama manneskjan :)

Þú hefur talent fyrir hekli! Á pottþétt eftir að kíkja oftar hingað á þig.

Kv. Elín Handóða c",)

Ólöf Lilja Eyþórsdóttir sagði...

Takk takk... er alltaf að skoða bloggið þitt :)

Skrifa ummæli