Ég fór eitt sinn á námskeið til að læra að gera hálsmen úr þæfðum kúlum. Þar var notuð merino ull sem þæfð var utan um trékúlur. (Hér getið þið séð skartgripina)
Ég rakst á netinu að það var verið að þæfa utan um golfkúlur og sett svo á ljósaseríur. Ég sá að flestir voru að gera þetta í þvottavél en ég var ekki til í að fórna minni... reyndar sá ég líka að sumir voru að nota frauðkúlur og prófaði það en mér fannst útkoman ekki nógu jöfn og falleg... það sannast að ekkert jafnast á við handgert :)
Þetta er auvitað mikil handavinna... en mér finnst þetta vera mjög skemmtilegt... svolítið minna samt í sniðum að gera í skartgripi. Mér fannst smartast að vera með hvítan grunnlit og setja svo annan yfir. Minn smekkur er að hafa þetta frekar þunnt en samt að hylja alveg yfir grunnlitinn. Ég notaði svo þynntan uppþvottalög til að þæfa úr. Mér fannst líka flott að stífa þær þannig að þær séu vel opnar og notaði ég stífelsi úr Föndru til verksins sem mig grunar nú að sé bara útþynnt trélím... amk var lyktin eins :) Þegar ég klára þetta stífelsi þá held ég að ég muni bara kaupa næst trélím og þynna það með vatni. Svo notaði ég límbyssuna til að tylla blómunum á seríuna því annars voru þau alltaf að detta af.
Efni: Íslensk kemba
0 comments:
Skrifa ummæli