Ég fór á námskeið til að læra að þæfa utan um trékúlur til að gera hálsmen... það er svakalega skemmtilegt en svolítil handavinna og sull. Ég reyndar gerði eyrnalokkana seinna og notaði þá þæfingarnál til að gera kúlurnar í eyrnalokkunum því að ég vil hafa þær sem léttastar svo að það togni nú ekki á eyrunum :)
Ég ákvað svo í framhaldinu að gera flottari og setja eitthvað meira en þæfðar kúlur... eitthvað svona smá bling bling :) Ég gerði þetta græna sett fyrst og allir eru alltaf að dásama það hvar sem ég kem... þannig að mamma pantaði eitt í afmælisgjöf... bara ekki grænt :) Hún fékk því þetta bleika.
Efni: Silkiblönduð merino ull
0 comments:
Skrifa ummæli