29. janúar 2011

Hekluð húfa, sokkar og smekkur

Ég gaf þetta í sængurgjöf síðasta sumar. Ég gerði fyrst húfuna úr Mandarin Petit og hún passaði á dúkku... og ein frænkan fékk því dúkkuhúfu og dúkkusokka með í jólapakkann :)

Ég heklaði húfuna úr Trysil Garn Tuva Helårsgarn og notaði heklunál nr. 4,5. Uppskriftina rakst ég á netinu eins og svo oft áður og þið finnið hana hér. Ég stækkaði uppskriftina eitthvað því að mér fannst fyrsta húfan sem ég gerði svo svakalega lítil. Ég gerði því tveimur umferðum lengra í útaukningunni þannig að það voru 72 lykkjur og alls 27 umferðir. Eyrnaböndin hafði ég 15 lykkjur og bandið gert úr 35 ll. Ég gerði blómið svona:  1. umf. 8 ll tengja í hring. 2. umf. 3 ll (stuðull), stuðull í hring, *6 ll, 3 stuðlar í hring* tengja með kl. = 6 lauf. 3. umf. 1 ll, sleppa 1 stuðli, *fl, hálfst. 7 stuðlar, hálfst. fl* í næsta boga. 1 fl sleppa 1 stuðli, kl í næsta stuðul = 6 blöð 4 umf. innra blóm á milli stuðla = *fl, 4 ll* allan hringinn. 5 umf. *hst , 3 stuðlar, hst, fl* allan hringinn. 6 umf. allra innsta (ef vill) *fl, 2 ll*allan hringinn og tengja með kl.

Ég man ekki alveg hvar ég fann uppskriftina af sokkunum en þeir eru heklaðir úr sama garni en með heklunál nr. 4,0. Uppskriftina skrifaði ég hjá mér svona 25 ll +1 (27+1) gera fastalykkjur þar til mælist 7,5 – 8,0 cm (8,0-8,5) eða 18 umferðir (20) (band hinum meginn). Því næst úrtaka 6 með jöfnu millibili tvisvar og er venjuleg umferð á milli en í lokin tekið úr 4-5 (1 á milli). Sauma saman og hafa gatið sem nemur 11-12 umf. Hafa hæl áfram opinn. Gera 2 fl í hverja lykkju. Næsta umferð er til að gera göt fyrir band og byrjað 3 ll +1 og sleppa einni lykkju og stuðul í næstu + 1 ll osfrv. Gera svo tvær umferðir með fl í hverja. Enda svo á einni umferð í sama lit og bandið á að vera. Band 90 + 1 ll og fl til baka.



Smekkurinn er heklaður úr Sandnes Garn Mandarin Petit á heklunál nr. 3,0 og uppskriftina má finna hér.

0 comments:

Skrifa ummæli