Ég prjónaði þessi eyrnabönd á systurbörn mín. Ég gerði þau bara upp úr mér en mynstrið af Hello Kitty sá ég einhvers staðar á netinu. Spiderman mynstrið gerði ég sjálf en vefinn á milli sá ég einhvers staðar á vettlingum.
Hello Kitty eyrnabandið gerði ég á 40 cm hringprjónn nr. 3,5. Garnið er 100% ullargarn úr Europris (kambgarn). Ég fitjaði upp á 98 lykkjur. 1 og 2 umf sl og br til skiptist, 3 umf. slétt, 4 -15 umf. mynstur, 16 umf. slétt, 17 og 18 umf sl. og br. til skiptist, fella af, hár og slaufa saumuð í eftir á.
Spiderman eyrnabandið er gert eins og Hello Kitty eyrnabandið. Ég endaði á því að sauma hvíta og svarta út í Spiderman eyrnabandið því að það rykktist svo... ef ég myndi gera svona aftur þá myndi ég hafa stroffkantinn rauðan líka eða sleppa þessum kóngurlóarvefjum á milli :) Það eru sem sagt þrjú Spiderman andlit á eyrnabandinu.
Hér má svo sjá frænku og frænda með eyrnaböndin
0 comments:
Skrifa ummæli