29. janúar 2011

Hekluð eyrnabönd og stúkur

Mig langaði að gera handa mér eyrnaband... eitthvað gróft og flott... ég elska nefnilega gróft garn og grófar heklunálar og prjóna :) Ég hafði keypt mér tvær dokkur af Dale of Norway/Dalegarn Hubro og ætlaði þá að prjóna það þar sem ég var ekki búin að læra að hekla. Ég prjónaði perluprjón og á ekkert svakalega stóra prjóna að mig minnir en ég var ekki nógu ánægð. Eftir að lærði að hekla þá ákvað ég að prófa að hekla úr þessu garni og fannst það svo gaman og flott... og svo prófaði ég mig áfram með að gera þetta blóm en venjuleg hekluð blóm fannst mér ekki koma nógu vel út í svona grófu garni.
Mig langaði til að gera úr fleiri litum og gerði nokkur... prófaði bæði úr Eskimo og Iglo Soft. Gerði m.a. á systkinadætur mínar. Svo fór ég að þróa að gera stúkur í stíl...og setti svona blóm á líka... gerði svoleiðis sett handa mér í tveimur litum og svo handa mömmu og systur minni.


Heklunál: 8,0 

Margir hvöttu mig til að fara að selja svona og opnaði ég þá sölusíðu á Facebook en hef ekkert auglýst nema á barnalandi... þannig að það hefur nú ekkert verið brjáluð sala í þessu en eitt og eitt... er bara ekki að nenna að byggja upp einhvern lager og fara svo að leigja bás einhversstaðar :)

Hér getið þið skoðað fleiri myndir af eyrnaböndunum og stúkunum... og jafnvel pantað ef ykkur langar til að eignast slíkt: Hekluð eyrnabönd -ÓLE á Facebook 

Hér er svo í lokin ein mynd af frænku með eyrnaband systur sinnar en það er gert úr Garnstudio DROPS Eskimo :)

0 comments:

Skrifa ummæli