Ég heklaði mér þetta teppi sumarið 2010. Æðislegt að hekla í sólinni í útilegum... bara svolítið heitt þegar teppið var orðið stórt :)
Ég heklaði svo þetta um daginn... aldrei að vita nema að ég gefi þetta í sængurgjöf einhvern tímann. Þetta teppi er mjög gaman að gera og mjög auðvelt. Ég prófaði að hekla kant í kringum barnateppið en veit ekki hvort að það er flottara :)
Garn: Trysil Garn Superwash Ullgarn (Sportsgarn í stóra teppinu)
Heklunál: 5,0
Uppskrift: Kúr og Lúr
2 comments:
Hvar fekkstu thessa uppskrift flott teppi
eg var ad laera ad hekla svo eg er forvitin
Sigrun
Sæl Sigrún
Það stendur hérna rétt fyrir ofan :) Teppin eru bókinni Kúr og lúr :)
Skrifa ummæli