Ísabella frænka er búin að stækka svo mikið og fór varla úr
lopapeysunni sem ég gaf henni í afmælisgjöf í fyrra... þannig að það var bara drifið í því að nota restina af jólafríinu í að prjóna nýja stærri í afmælisgjöf... mér finnst alltaf jafn gaman að prjóna hana þar sem hún er prjónuð frá hálsmáli og niður. Kláraði hana í gær enda ekki seinna vænna þar sem skólinn var að byrja... ótrúlegt hvað jólafríið leið hratt! Þannig að það mun sennilega ekki koma mikið frá mér hér á næstunni... ekki fyrr en í sumarfríinu býst ég við :) En hér eru myndir af lopapeysunni:
Greinilegt að frænkur mínar eru hrifnar af fjólubláum lit eins og ég :)
Þessi peysa er stærð 8. ára en fyrri peysan hennar var stærð 6. ára. Ég heklaði núna breiðari kant og hafði stærri tölur.
Garn: Léttlopi
Prjónar: 3,5 og 4,5 mm
Heklunál: 4,0 mm
Uppskrift: http://www.ravelry.com/patterns/library/loki-20 (
http://knittingiceland.is/2010/12/14/loki-a-free-pattern/?lang=is)
2 comments:
Mjög fallegt hjá þér
ég hef gaman af að skoða þessa síðu þína
takk fyrir
Takk fyrir :) Verst að ég næ ekki að setja nýja hluti hér inn eins oft og ég vildi að ég gæti... en vonandi næ ég að næla mér í einhverjar stundir til að prjóna eða hekla :)
Skrifa ummæli