17. janúar 2012

Prjónamerki

Stalst aðeins til að föndra í gær... enda miklu skemmtilegra að föndra en að læra ;) Ástæðan var sú að ég seldi öll prjónamerkin sem ég átti en ég vil alltaf eiga smá lager :)

Tók svo mynd af litunum sem til eru:


Prjónamerki er eitthvað sem allir prjónarar ættu að eiga en þau eru t.d. notuð til að merkja upphaf umferðar og hvar eigi að taka úr. Hér má sjá mynband sem sýnir hvernig prjónamerki eru notuð: http://www.youtube.com/watch?v=NU8Qsx3pKzQ

Ef einhver hefur áhuga á að kaupa prjónamerki (lykkjumerki) þá er hægt að smella á Til sölu.

0 comments:

Skrifa ummæli