21. janúar 2012

Hekluð blómasería

Ég bara næ að föndra smá núna... kannski er ástæðan sú að ég minnkaði námið um eitt fag og/eða bara að það er stutt síðan skólinn byrjaði :)

Mig langaði til að skipta út þæfðu túlípanaseríunni minni sem er fjólublá yfir í eitthvað sumarlegra... er ekki alveg að koma vor? Mér finnst ég amk aðeins farin að finna fyrir að það birtir fyrr og er aðeins lengur bjart á daginn ;) Ég var búin að rekast á blómaseríur á netinu sem voru með einföldum blómum og þær voru þannig að blómin voru ekki þétt heldur gisin... vona að þið skiljið hvað ég meina :)

Ég fór því aðeins að fikta í gær og heklaði tvöföld blóm úr léttlopa en ég elska lopa :) Hér eru myndir af afrakstrinum þeas að hekluðu blómaljósaeríunni minni:

Hekluð blómaljósasería

Hekluð blóm utan um perurnar

Blóm úr léttlopa

Hekluð blóm

ljósasería

Garn: Léttlopi
Heklunál: 4 mm
Uppskrift: http://www.ravelry.com/patterns/library/heklu-blomaljosaseria

1 comments:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir !
Kv.
Halldóra

Skrifa ummæli