Loksins get ég bloggað um ljósmóðurteppið eða The Midwife blanket, sem ég heklaði í síðasta mánuði handa litlum krúttmola, þar sem ég gaf það í dag :) Ég er sem sagt ekki alveg bara að hekla snjókorn og jólaskraut... þó að það sé bjölluframleiðsla í gangi þessa dagana ;)
Það var svakalega gaman að hekla þetta teppi og uppskriftin mjög auðveld og góð... eða kannski þar til kom að kantinum en mér fannst hann ekki koma alveg nógu vel út... þannig að ég gerði bara mína útgáfu að kanti. Ég gæti alveg hugsað mér að hekla fleiri svona og jafnvel prófa að hekla úr mjúku akrýlgarni.
Ég gerði 10 x 17 ferninga og teppið varð ca 84 x 113 cm að stærð... sem mér fannst ágæt stærð en auðvitað er þetta smekksatriði... en ég hef heklað teppi sem mér fannst vera of lítil og vildi ekki hætta á það... held að það sé mun betra að hafa þau of stór en of lítil ;)
Garn: Kambgarn
Heklunál: 3,5 mm
Uppskrift: http://littlemonkeyscrochet.com/call-the-midwife-inspired-baby-blanket-free-pattern/
Flott teppi hjá þér. Manstu hvað fóru margar dokkur í það :)
SvaraEyðaÉg notaði svona 6 og 1/2 :)
SvaraEyða