Pages

24. desember 2015

Mínar bestu óskir um gleðileg jól

Jólatréð mitt

Enn í ár er hvítt þema í jólaskrautinu mínu með smá silfri í bland.Svona lítur jólatréð út hjá mér en þarna má finna heklaðar bjöllur, hekluð jólahjörtu, jólakúlur sem ég heklaði utan um og svolítið af hekluðum snjókornum.

Ég er enn að bæta við bjöllum og mig langar líka til að setja nokkur grýlukerti á... ég sem sagt dunda mér áfram að hekla um jólin :)

Heklað jólaskraut

Hekluðu krukkurnar komnar í jólabúning

Hér er bloggfærsla um hvernig ég skreytti arininn minn en ég reyndar heklaði mjög litlar stjörnur og setti á litla jólatréð:
http://fondrari.blogspot.is/2015/12/arininn-me-hekluum-snjokornum-og.html

Engin ummæli:

Skrifa ummæli