Pages
▼
7. nóvember 2016
Mill Creek Snowflake
Þetta snjókorn heklaði ég líka í september og stífði það loksins á laugardaginn. Þetta snjókorn er eftir sama hönnuð og ég mæli með því að þið kíkið á síðuna hennar... snjókornin hennar eru hvert öðru fallegra og ég skil ekki hvernig hún nær að afkasta svona miklu :)
Ég lenti í svolitlum vandræðum með þessa uppskrift og fékk hana ekki til að ganga upp... eftir smá höfuðverk fann ég út úr þessu amk gekk þetta upp hjá mér. Ef þið ætlið að hekla þetta snjókorn og lendið í vandræðum þá getið þið kíkt á punktana mína á "projectinu" inn á Ravelry. Engu að síður er þetta gullfallegt snjókorn en dálítið í stærri kantinum ;)
Garn: DMC Babylo size 10
Heklunál: 1,5 mm
Uppskrift: http://www.snowcatcher.net/2016/02/snowflake-tuesday.html
Hello, I have just found your blog. Lots of beautiful things. I have also tried some of the snowflakes from snowcatcher. Bless bless (only Icelandic I know..) Anna x
SvaraEyða