Pages
▼
16. nóvember 2016
Salmon Glacier Snowflake
Þriðja snjókornið er tilbúið og ég náði að smella mynd af því í smá dagsbirtu... en birtuskilyrðin fyrir myndatökur eru ekki góðar á þessum árstíma þannig að stundum þarf maður bara að vera þolinmóður ;)
Ég persónulega er ekkert sérstaklega hrifin af þessu snjókorni og fannst ekki gaman að strekkja það... kannski er það bara fullkomnunaráráttan að hrjá mann... en ekki misskilja mig að mér finnist það ljótt en ég hef bara gert svo mörg önnur flottari ;)
*fliss* ég sé núna þegar ég er að blogga að ég hef greinilega ekki skoðað myndina sem er í uppskriftinni þegar ég var að strekkja... því að mitt lítur allt öðruvísi út því að ég strekkti það greinilega öðruvísi... það liggur við að ég bleyti það og strekki upp á nýtt... hvað finnst ykkur?
Garn: DMC Babylo size 10
Heklunál: 1,5 mm
Uppskrift: https://snowflakepatterns.wordpress.com/salmon-glacier-snowflake/
Engin ummæli:
Skrifa ummæli