Ég held áfram að prjóna úr öllum þessum plötulopa sem ég á... systir mín óskaði eftir ullarsokkum handa sex ára frænda mínum og ég gerði það með glöðu geði og ákvað svo að prjóna vettlinga í stíl :)
Ég held að mér finnist skemmtilegra að prjóna ullarsokka en vettlinga amk skiptir engu máli á hvorn fótinn sokkurinn passar en ég lenti í því að ég er búin að prjóna tvo hægri handarvettlinga og nenni ekki að prjóna tvo vinstri handar til viðbótar *andvarp*
Mér fannst þeir koma skemmtilega út þ.e.a.s. að hafa þá svona yrjótta en ég notaði plötulopa í þremur brúntóna litum. Þannig að mér fannst frændi þyrfti að eiga hlýja vettlinga í stíl við ullarsokkana :)
Ég fann strax aðra uppskrift úr vettlingabókinni góðu... en ég verð nú samt kannski að fara að skoða fleiri uppskriftir og kannski að prjóna einhverja þar sem skiptir ekki máli á hvora höndina þeir eru ;)
Þeir komu ágætlega út og ég auðvitað passaði mig sérstaklega á því að gera vinstri handar vettling ;) Svo passa þeir betur á frænda minn heldur en þessir röndóttu sem voru úr tvöföldum plötulopa og svo eru þeir pottþétt hlýrri.
Sokkar:
Garn: þrefaldur plötulopi í þremur brúnum tónum
Prjónar: 5,5 mm.
Uppskrift: Yrjóttir barnasokkar í fimm stærðum úr bókinni Sokkar og fleira
Vettlingar:
Garn: þrefaldur plötulopi í þremur brúnum tónum
Prjónar: 4,5 og 6,0 mm.
Uppskrift: Vettlingar fyrir 4-10 ára úr þreföldum plötulopa úr bókinni Vettlingar og fleira
Engin ummæli:
Skrifa ummæli