Pages

16. mars 2019

Undurfagurt ungbarnateppi #2

Ég heklaði þetta teppi fyrir nokkuð löngu síðan en átti alltaf eftir að þvo það og strekkja. Ég var að bíða eftir að lítill strákur myndi fæðast í kringum mig en mér þykir mjög gott að eiga ungbarnateppi á lager svo að maður sé ekkert í stressi að hekla 😃

Mayflower baby blanket

Mayflower baby blanket

Mayflower baby blanket

Mayflower baby blanket

Ég fékk loksins tækifæri til að hitta litla manninn í dag og því get ég loksins bloggað um þetta... en ég sé að það er komið meira en ár síðan ég bloggaði síðast... svo að ég get líka óskað ykkur gleðilegs árs 😜

Þetta er í annað sinn sem ég hekla þetta teppi en þið getið skoðað það fyrra hér. Mér finnst þetta enn vera fallegasta ungbarnateppið en ég á alltaf í smá vandræðum með kantinn... mynstrið er smá snúið í upphafi en svo þegar maður fattar það þá er þetta ekkert mál 😉

Garn: King Cole Cottonsoft
Heklunál: 5,5 mm
Uppskrift: http://www.ravelry.com/patterns/library/mayflower-baby-blanket

Engin ummæli:

Skrifa ummæli