Munið þið eftir heklaða vintage teppinu sem ég kláraði í byrjun árs 2013? Það var heklað úr einföldum plötulopa og úr mörgum litum sem var raðað af handahófi. Það var svo gaman að hekla það að ég byrjaði á öðru í júlí sama ár en nú úr tvöföldum plötulopa og ég ætlaði að nota það í hjólhýsinu sem ég átti... en þar var litaþemað appelsínugult :)
Ég var rosalega dugleg að hekla í útilegunum og kláraði það næstum því... nema að ég gat ekki ákveðið hvernig kant ég vildi hafa á því. Svo dagaði það bara uppi eins oft vill verða.
Svo var mamma að segja mér að ömmu minni vantaði ullarteppi og þá mundi ég eftir teppinu og bara heklaði kant á það þvoði það og gaf henni það en nú á ég nýtt hjólhýsi sem er ekki með neinu appelsínugulu í... verð bara að hekla annað fyrir það! 😄
Ég mældi það ekki en það er risastórt enda hafði ég hugsað mér að það væri hægt að nota það sem rúmteppi í hjólhýsinu... fallegt teppi sem bara passar ekki í litaþemað heima hjá mér og bara æðislegt ef amma mín getur notað það til að ylja sér 💖
Ég hlakka bara til að fara að hekla annað og ætla ekki að láta það taka meira en 6 ár að klára!
Garn: tvöfaldur plötulopi
Heklunál: 8,0 mm
Uppskrift: engin en þið getið lesið um hvað er í líkingu við það á hinu teppinu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli