Pages

2. ágúst 2020

Lopapeysa Lopi 120


Frænka mín bað mig um að prjóna á sig lopapeysu en hún ætlaði til Eyja á Þjóðhátíð 2020... en svo kom Covid og núna er engin Þjóðhátíð... en þar sem það er Verslunarmannahelgin þá mundi ég eftir að ég ætti eftir að blogga um lopapeysuna sem ég prjónaði á hana 😆

Þökk sé Ravelry þá sá ég að ég byrjaði á peysunni 1. nóvember í fyrra en svo kom Covid og maður nennti engu en ég kláraði hana svo 13. maí og gaf henni. Hún valdi uppskriftina og litina og hún kom bara vel út og gaman að prjóna hana. Gæti alveg hugsað mér að prjóna fleiri lokaðar peysur því að þá er nánast enginn frágangur... en eins og svo oft áður þá snéri ég mynstrinu við þ.e. prjónaði hana ofan frá sem er að mínu mati rétta leiðin til að prjóna lopapeysur því að þá er hægt að máta og hún verður eins og maður vill hafa hana.

Garn: tvöfaldur plötulopi
Prjónar: 5,5 og 6,5 mm
Uppskrift: Ístex Álafoss Lopi 120 einblöðungur

Engin ummæli:

Skrifa ummæli