Ef þið ætlið að hekla sjal úr þessu þá skiptir öllu að vera með fínt garn þar sem þetta er mjög þykkt :) Ég er sjálf að hekla sjal úr kunstgarni og nota 5,0 mm heklunál og myndi alls ekki vilja hafa það þykkara :)
Mynd 1
Mynd 1: Gerið 4 loftlykkjur (ll) en þrjár af þeim telst sem stuðull. Gerið stuðull (st) í næstu lykkju. Snúið við með 1 ll.
Mynd 2
Mynd 2: Gerið 5 st utan um stuðullinn og er það gert með því að slá bandinu upp á eins og alltaf þegar maður gerir stuðla en svo stingur maður undir og sækir bandið í staðinn fyrir að stinga ofan í. Laufin eru í rauninni hekluð undir þannig að rangan á stuðlunum í laufunum er á réttunni. Þetta er það sem virkar svo öfugt á mann þegar maður byrjar en svo er þetta ekkert mál þegar maður fattar þetta :)
Mynd 3
Mynd 3: Komnir 5 st utan um stuðulinn í byrjun. Gerið 1 ll og 5 st hinum meginn. Laufin eru sem sagt gerð þannig: 5 st, 1 ll, 5 st
Mynd 4
Mynd 4: Fyrsta laufið tilbúið og þá eru gerðar 3 ll og 1 st í sömu lykkjuna.
Mynd 5
Mynd 5: Svo eru gerðar 2 ll og 2 st ofan í stóra gatið, 2 ll, 2 st í endann.
Mynd 6
Mynd 6: Þá lítur þetta svona út... einskonar brú. Snúið við með 1 ll.
Mynd 7
Mynd 7: 5 st gerðir utan um stuðulinn í umferðinni á undan. Muna að fara alltaf undir. 1 ll.
Mynd 8
Mynd 8: 5 st utan um stuðul nr. 2 í umferðinni á undan.
Mynd 9
Mynd 9: Mér finnst gott að bretta upp á stykkið þegar ég er að hekla svona undir.
Mynd 10
Mynd 10: Komnir 5 st. Leggið laufið niður. Svo að þið sjáið hvernig þetta lítur út.
Mynd 11
Mynd 11: Hér sjáið þið laufið. Þá er að gera næsta lauf en þið gerið það ekki í miðjuna þar sem þið viljið láta laufin skarast en ekki vera ofan á hvort öðru. Þið hoppið sem sagt yfir þessa brú og farið í endabrúnna.
Mynd 12
Mynd 12: 5 st og 1 ll
Mynd 13
Mynd 13: Leggið laufið niður og gerið 5 st utan um endastuðullinn.
Mynd 14
Mynd 14: Þegar komnir eru 5 st þá þarf að gera brúnna. Gerið 2 st (3 ll fyrsti st).
Mynd 15
Mynd 15: Brúin er gerð *2 st, 2 ll* endið á 2 st. Stuðlarnir eru gerðir í endana, ofan í stóru götin og líka á milli stuðlana sem ekki var heklað utan um í umferðinni á undan.
Mynd 16
Mynd 16: Hér eru brýrnar komnar... lítur nú reyndar frekar út sem stigi :) Snúið við með 1 ll. Því næst gerið þið laufin eins og sýnt er frá Mynd nr. 2 hér fyrir ofan.
Ég vona að þessar leiðbeiningar séu nógu lýsandi en endilega látið mig vita ef þetta er ekki nógu skýrt :)
--------------------------------------------------------------------------------------------------
Viðbót 15.01.12Hér má svo sjá sjalið sem ég heklaði úr Kunstgarninu:
http://www.fondrari.blogspot.com/2011/04/krokodilasjali-mitt.html
Ég notaði fíngert garn og heklunál nr. 5 og sjalið mætti alls ekki vera þykkara fyrir minn smekk :)