Loksins kemur eitthvað nýtt frá mér. Ég er sem sagt búin í prófunum... reyndar fyrir nokkru síðan og búin að sitja svolítið stíft við með prjónana og heklunálina :) Ég er búin að sakna þess svolítið mikið... ég er í jólafríi til 9. janúar og þið vitið þá hvað ég mun gera við tímann :)
Frænka mín bað mig að búa til handa sér dúkkuföt í afmælisgjöf en hún átti afmæli í nóvember... mér fannst agalega leitt að hafa ekki orðið við bón hennar... þannig að hún fær m.a. dúkkuföt frá mér í jólagjöf... fjólublár er uppáhaldsliturinn hennar og ég vona að hún verði ánægð með gjöfina :)
Ég heklaði peysu og húfu úr stíl og er uppskriftin af því úr Prjónablaðinu Ýr... það voru buxur líka í settinu og skór... ég heklaði skóna en fannst þeir passa mjög illa þannig að þeir voru ekki nothæfir. Ég ætlaði að hekla buxurnar en ákvað svo að sleppa því þar sem ég held að frænka mín væri hrifnari af kjól :)
Þannig að ég heklaði bara upp úr mér kjól og skó sem pössuðu vel á dúkkuna og svo hárband við :)
Peysa og húfa:
Garn: Sandnes Garn Lanett
Heklunál:
2,5 mm
Uppskrift: Prjónablaðið Ýr nr. 43
Kjóll, skór og hárband:
Garn: Sandnes Garn Mandarin Petit
Heklunál: 3,0 mm
Uppskrift: engin