17. febrúar 2012

Heklað glamúrsjal

Ég eeellska að hekla... finnst það miklu skemmtilegra og fljótlegra en að prjóna... rakst svo á þetta glitrandi garn og þar sem ég elska allt sem glitrar þá bara varð ég að kaupa það... langaði helst til að kaupa alla litina... en þar sem mér finnst litaskipt garn koma svo vel út í sjölum þá ákvað ég að kaupa svoleiðis. Það var fínt að hekla úr garninu en það voru hnútar í því eins og ég hef svo sem oft lent í áður í litaskiptu garni og ég þoli ekki þegar litunum er ekki skeytt rétt saman... kannski ég ætti bara að fara að kaupa einlitt garn... en bjútí is pein... þannig að ætli maður verði bara ekki að láta sig hafa þetta ;)

Ég fór strax að leita að uppskriftum á Ravelry og þar sem mér finnst svo skemmtilegt að hekla þá fór ég að leita að slíkum... ég byrja yfirleitt alltaf að kíkja þegar ég kaupi nýtt garn hvað hefur verið gert úr því á Ravelry... sá að þarna hafði einhver gert úr öðrum ljósari lit svona sjal þannig að ég smellti mér á það enda var ég búin að vera með uppskriftina lengi í favorites :)

Sjal úr pallíettugarni

Flott sjal

Glamúrsjal - slétt úr því

Sést aðeins í pallíetturnar

Önnur mynd af sjalinu


Garn: King Cole Galaxy
Heklunál: 5,5
Uppskrift: http://www.ravelry.com/patterns/library/elise-shawl

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Uppfært 06.04.2012

Hef  ákveðið að selja svona sjöl sjá nánar:
http://www.fondrari.blogspot.com/2012/04/hekla-sjal-til-solu.html

16. febrúar 2012

Prjónuð og þæfð húfa

Mig langar helst bara til að sleppa því að læra og prjóna og hekla út í eitt... er búin að vera að taka ansi mikinn tíma frá lærdómnum að undanförnu... en svona er ástríðan mikil hehehe

Ég var mjög fljót að prjóna þessa húfu en fannst hún vera heldur stór... ég bara nennti ekki að gera prjónafestuprufu fyrir svona lítið stykki ;) Þannig að þegar ég þvoði hana fannst mér hún stækka enn meira þannig að hún fór bara í þurrkarann og passar hún núna betur en áferðin á henni er ekki eins falleg eins og áður en hún fór í þurrkarann... en hún er örugglega miklu hlýrri ;)

Prjónuð og þæfð húfa

Önnur mynd af húfunni


Uppskriftin var mjög auðveld en ég var smá tíma að ná berjunum þar sem ég prjóna brugðið öfugt (maður er svo miklu fljótari að prjóna brugðið þannig) og það var ógjörningur að prjóna brugðið öfugt þar sem maður þurfti að prjóna þrjár saman og ég nennti ekki að snúa öllum lykkjunum við... þannig að ég þurfti að kíkja á myndband hvernig maður prjónar brugðið rétt... þannig að núna kann ég að prjóna brugðið bæði rétt og öfugt ;)

Garn: Trysil Garn Iglo soft
Prjónar: 7,0 og 9,0 mm
Uppskrift: http://www.garnstudio.com/lang/en/pattern.php?id=2600&lang=en

Hér er svo hægt að sjá myndband sem sýnir hvernig berin eru gerð.

8. febrúar 2012

Heklað sjal

Ég byrjaði á sjalinu fyrir örugglega ári síðan en svo bara var því hent inn í skáp... svo er það búið að vera að þvælast endalaust fyrir mér svo að ég bara ákvað að klára það... þá hættir það að vera að þvælast svona fyrir mér ;)

Heklað ullarsjal

Önnur mynd af sjalinu útbreiddu


Ég er nú búin að gera nokkur svona áður... þið getið séð rautt og hvítt svona hér á blogginu en núna ákvað ég að setja miklu meira kögur og líka lengra... mér finnst það miklu flottara :)

Garn: Trysil Garn Iglo soft
Magn: rúmar 7 dokkur
Heklunál: 6,5
Uppskrift: Prjónablaðið Ýr nr. 36
Athugasemdir: stækkuð upppskrift

7. febrúar 2012

Legghlífar

Hér eru legghlífarnar sem ég prjónaði handa mér... rakst á uppskriftina í Dagskránni en hún er frá Prjónakistunni. Ég var komin með nóg að vera endalaust með blautar skálmar eftir að hafa verið að vaða snjóinn... en sennilega snjóar ekki meira í vetur fyrst að ég er komin með legghlífar ;)

Uppskriftin í blaðinu gerir ráð fyrir grönnum leggjum og er úr léttlopa... þar sem ég er ekki með granna leggi þá notaði ég tvöfaldan plötulopa og stærri prjóna... en ég hafði þær ekki eins langar heldur þar sem ég ætla bara að láta þær púffast neðst á kálfunum en ekki toga þær upp að hnjám :)

Ég mæli með að þið skellið í legghlífar og verði tilbúnar til þess að vaða snjóskaflana næst þegar það kemur snjór ;)

Legghlífar prjónaðar úr tvöföldum plötulopa

Garn: Tvöfaldur plötulopi
Prjónar: 4,0 og 5,0 mm
Uppskrift: http://www.dfs.is/vefblod/2127/files/assets/seo/page6.html