Ég er mjög ánægð með peysuna og er viss um að frænka mín verður ánægð enda valdi hún litinn á peysuna. Það var reyndar svolítið leiðinlegt að sauma búkana á fiðrildin og ég hefði kannski átt að nota dekkri lit í staðinn fyrir silfurglitþráðinn í búkinn á fjólubláu fiðrildunum... því að mér finnst hann ekki sjást nógu vel :)
Garn: Létt-lopi
Prjónar: 3,5 mm og 4,5 mm
Heklunál: 3,5 mm
Uppskrift: Fiðrildaslóð - Lopi 27