Ég var að taka myndir af
Bucilla jóladagatali sem ég saumaði fyrir nokkrum árum... ég hafði áður gert nokkra jólasokka sem ég mun draga fram þegar nær líður jólum og skella inn myndum af þeim.
Svona lítur dagatalið út þegar búið er að hengja yfir dagana.... væri þá kominn jóladagur núna ;)
Svona lítur það út í dag 9. desember :) Núna sést að þetta sé dagatal... en mér finnst það samt sætara með öllum fígúrúnum yfir dögunum :)
Það liggur rosaleg vinna að baki þessu... svo mikið af litlum smáhlutum enda tók þetta sinn tíma :) Það var smá höfuðverkur hvernig maður ætti að setja seríuna inn í en það stóð bara ekkert um það í leiðbeiningunum... veit um að sumir hefðu bara sleppt því að setja hana í en mér finnst hún einmitt gera svo mikið :)
Ég var alveg komin með ógeð af því að sauma allar þessar litlu fígúrur sem maður hengir yfir dagana... ég bara þurfti að setja mér markmið og sauma eina fígúru á dag til að klára dagatalið ;)
Amma mín saumaði mikið af svona pallíettu jólaskrauti og er þetta að mínu mati fallegasta jólaskrautið en hún gerir ekki mikið af þessu í dag þar sem sjónin er farin að daprast. Ég á svolítið frá henni en hún saumaði og saumaði og gaf fjölskyldunni, bæði börnum og barnabörnum... og svo smitaði hún mig af þessari bakteríu... enda elska ég allt sem glitrar ;) Kannski ég skelli líka fljótlega inn mynd af jólapóstpokanum sem hún gerði... hann er svo hrikalega fallegur.
Ef ykkur langar til að prófa að sauma svona út þá mæli ég með því að byrja ekki á svona stóru stykki... fínt að byrja á jólasokk sem er með frekar stórum hlutum... ég amk fékk alveg nóg af því að sauma allar litlu fígúrurnar sem maður hengir yfir dagana... svo mikið nóg að ég hef ekki getað hugsað mér að taka upp saumanálina og fara að sauma fleiri jólasokka sem ég á þó nokkrar pakkningar af ;)