Loksins fékkst aftur fjólubláa pallíettugarnið... mig langaði svo til að hekla eitt handa mér en ég var svo hrifin af
sjalinu sem ég heklaði handa ömmu... en ég er samt eiginlega búin að ákveða að hekla ekki enn eitt
Elise sjalið þar sem ég stækka þau alltaf aðeins og vængirnir verða bara ekki jafn langir... er ekki alveg að fíla það.
Ég ákvað að ég þyrfti nú fyrst að klára annað sjal sem ég var búin að henda frá mér vegna annarra spennandi verkefna (er meira segja með eitt annað sjal óklárað sem ég er í fýlu út í)... þannig að ég spýtti í lófana og kláraði sjalið... og var nú ekkert sérlega lengi að því :)
Mér finnst svona þunn "lace" sjöl vera æðislega falleg... garnið sem ég notaði var Randalína I...ég veit ekki hvort að það fáist ennþá en ég var búin að eiga það í nokkur ár... garnið var á köflum eins og tvinni en kannski var það pínu mér að kenna því að ég vatt það upp í höndunum en ég veit það samt ekki. En það er engu að síður mjög fallegt og fíla það mun betur en Randalínu II þar sem mér finnst það pínu þykkt. Ef ég myndi gera svona sjal aftur þá held ég að ég myndi nota einlitt garn þar sem mér finnst mynstrið ekki alveg fá að njóta sín þar sem litaskiptin draga athyglina frá mynstrinu.
Uppskriftin er með charti en ég var samt í vandræðum eins og svo margir aðrir skv. því sem ég sá á Ravelry... rakti upp kantinn nokkrum sinnum en ég var samt ekki 100% sátt við útkomuna því að mér finnst það stækka fullmikið á þessum parti... en þetta sleppur og mér finnst sjalið mitt vera gullfallegt og er það strax orðið uppáhaldssjalið mitt!
Garn: Evilla Artyarn 8/1
Heklunál: 3,5 mm.
Uppskrift: http://www.ravelry.com/patterns/library/midsummer-nights-shawl