28. nóvember 2013

Umfjöllun í jólablaði Fréttatímans

Í jólablaði Fréttatímans sem kom út í morgun er smá umfjöllun um mig og uppskriftin af Skeljakrukkunum.

Umfjöllun í jólablaði Fréttatímans


Hægt er að nálgast blaðið á pdf formi hér:
http://frettatiminn.is/images/uploads/tolublod/28_11_2013_LR.pdf

13. nóvember 2013

Fleiri hekluð snjókorn

Mér finnst við hæfi að blogga um fleiri snjókorn í dag þar sem það er búið að snjóa :) Mér þykir svo gaman að hekla þau og þau eru svo falleg þannig að það er alveg þess virði að vera smá klístraður þegar maður er að stífa þau en ég nota til þess sykurvatn. Þessi eru fyrir utan samheklið inni á Handóðum heklurunum, en við erum á sjöunda snjókorninu þessa vikuna :)

Snoqualmie Snowflake
Þetta snjókorn er eftir Deborah Atkinson, höfundinn sem við erum með í samheklinu. Mér finnst það fallegt en það er full lítið fyrir minn smekk... væri samt flott að setja þetta á jólatréð :)

Heklað snjókorn - Snoqualmie Snowflake
 
Snoqualmie Snowflake í stífingu
 
Lengd frá armi til arms: 7,6 cm
Garn: DMC Babylo size 10
Heklunál: 1,5 mm
Uppskrift: http://www.snowcatcher.net/2012/09/snowflake-monday_24.html


Ellingwood Point Snowflake
Þetta er nýlegt snjókorn úr smiðju sama höfundar. Fallegt en mér fannst einhvern veginn ekki eins gaman að hekla þetta :)

Heklað snjókorn Ellingwood Point Snowflake
 
Ellingwood Point Snowflake í stífingu
 
Lengd frá armi til arms: 12,5 cm
Garn: DMC Babylo size 10
Heklunál: 1,5 mm
Uppskrift: http://www.snowcatcher.net/2013/10/snowflake-monday.html


Fancy Snowflake
Þetta fallega snjókorn er eftir Noel V. Nevins og ég átti í erfiðleikum með að fara í gegnum uppskriftina en ég gat ekki betur séð en að það væru nokkrar villur í henni.

Heklað snjókorn Fancy Snowflake
 
Fancy Snowflake í stífingu

Lengd frá armi til arms: 14,2 cm
Garn: DMC Babylo size 10
Heklunál: 1,5 mm
Uppskrift: http://crochet.tangleweeds.com/my_fancy_snowflake.html


Pine Tree Doily
Þetta er lítið og sætt snjókorn eftir Coats Design Team... myndi klárlega sóma sér vel á jólatrénu :)

Heklað snjókorn Pine Tree Doily
 
Pine Tree Doily í stífingu

Lengd frá armi til arms: 9,3 cm
Garn: DMC Babylo size 10
Heklunál: 1,5 mm
Uppskrift: http://www.coatsandclark.com/Crafts/Crochet/Projects/Seasonal/WC1902+Pine+Tree+Doily.htm


Stand Out Snowflake
Nýlegt snjókorn eftir Deborah Atkinson... svakalega fallegt að mínu mati :)

Heklað snjókorn Stand Out Snowflake

Stand Out Snowflake í stífingu
 
Lengd frá armi til arms: 10,7 cm
Garn: DMC Babylo size 10
Heklunál: 1,5 mm
Uppskrift: http://www.snowcatcher.net/2013/11/snowflake-monday_4.html

8. nóvember 2013

Hekluð krukka - uppskrift

Mér þykir rosalega gaman að hekla utan um krukkur en það er svo gaman að endurnýta eitthvað í stað þess að fleygja því í ruslið. Nú er akkúrat tíminn fyrir kertaljós og kósýheit þannig að ég skellti í eina uppskrift í stað þess að hekla bara af fingrum fram. Ég var nefnilega búin að sjá að það er ekkert svakalega mikið um uppskriftir á íslensku og vil því leyfa fleirum að njóta :)

Það er hins vegar svolítið tímafrekt að búa til uppskriftir ef maður vill vanda vel til verks og sérstaklega utan um krukkur því að það þarf að vera hægt að aðlaga uppskriftina að ýmsum stærðum. Uppskriftir vilja líka breytast svolítið frá fyrstu týpu þannig að ég eyddi töluverðum tíma í þetta en ég vona að þið verðið sátt við útkomuna.

Hekluð krukka - uppskrift

Skeljakrukka

Það getur þurft að aðlaga svolítið uppskriftirnar eftir því hvernig krukku og/eða garn er verið að nota. Ég mæli með því að hekla botn undir krukkurnar því að mér finnst annars flöturinn undir hitna mikið. Svo er auðvitað gott að minnast á mikilvægi þess að skilja aldrei logandi kerti í krukkunum án eftirlits.

Ég nota bómullargarn s.s. Bianca frá Marks, Cotton 8/4 Merceriseret frá Mayflower eða Bomuld 8/4 Merceriseret frá Løve Garn, 2,5 mm heklunál og krukku undan hnetusmjöri frá Sollu.

Skammstafanir:
ll = loftlykkja,
kl = keðjulykkja,
fl = fastalykkja,
st = stuðull,
tbst = tvöfaldur stuðull,
llb = loftlykkjubogi,
L = lykkja,
umf = umferð,
2stsam = úrtaka, *slá bandinu upp á, fara með nálina í næstu L og ná í bandið, [slá bandinu upp á og draga í gengum tvær L]; endurtaka frá * 1 sinni til viðbótar, slá bandinu upp á og draga í gegnum allar 3 L á nálinni.

Botn:
Gerið galdralykkju (magic ring).
1. umf. 3 ll (telur sem st), 9 st utan um hringinn, tengja með kl í 3. ll. Dragið galdralykkjuna saman (samtals 10 st).
2. umf. 3 ll (telur sem st), 1 st í sömu L, *2 st í hverja L* endurtaka út umf það sem er á milli * *, tengja með kl í 3. ll (samtals 20 st).
3. umf. 3 ll (telur sem st), 1 st í sömu L, 1 st, *2 st í sömu L, 1 st* endurtaka út umf það sem er á milli * *, tengja með kl í 3. ll (samtals 30).
4. umf. 3 ll (telur sem st), 1 st í sömu L, 2 st, *2 st í sömu L, 2 st* endurtaka út umf það sem er á milli * *, tengja með kl í 3. ll (samtals 40).

Núna þekur stykkið nánast botn krukkunar en ef þið eruð með stærri krukku þá getið þið fjölgað umf með sama sniði þ.e. st á milli fjölgar um 1 í hverri umf þannig að næst yrði gert 2 st í sömu L, 3 st.

Krukkan:
Mynstrið sjálft er margfeldi af 8. Þannig að þið þurfið að aðlaga næstu umf að mynstrinu ef þið eruð með fleiri umf í botninum. Ef ykkur finnst stykkið vera of þröngt og of vítt með því að fjölga endurtekningum þá er hægt að bæta við ll sitt hvorum megin við tbst. Gott að prófa að setja krukkuna í stykkið eftir 6.-7. umf til að sjá hvort að stykkið sé nokkuð of vítt á krukkunni.

5. umf. 3 ll (telur sem st), *1 st í hverja L* endurtaka út umf það sem er á milli * *, tengja með kl í 3. ll (samtals 40 st).
6. umf. 4 ll (telur sem tbst), *hoppa yfir 3 L, (3 tbst, ll, 3 tbst) í næstu L, hoppa yfir 3 L, 1 tbst í næstu L* endurtaka út umf það sem er á milli * * en sl síðasta tbst í síðustu endurtekningunni, tengja með kl í 4. ll.
7. umf. 4 ll (telur sem tbst), *(3 tbst, ll, 3 tbst) í gatið á millið stuðlahópanna, 1 tbst í næsta tbst* endurtaka út umf það sem er á milli * * en sl síðasta tbst í síðustu endurtekningunni, tengja með kl í 4. ll.

Endurtakið 7. umf. þar til stykkið nær upp að háls krukkunar með því að toga það svolítið upp. Mér þykir fallegra að hafa stykkið þétt um krukkuna. Ég gerði 7. umf samtals 5 sinnum.

Þið gætuð þurft að smeygja krukkunni í stykkið fyrir næstu umf en annars eftir hana. Gangið frá upphafsendanum áður en þið haldið áfram.

12. umf. 6 ll (telur sem st og 3 ll), *1 fl í gatið á milli stuðlahópanna, 3 ll, 1 st í tbst, 3 ll* endurtaka út umf það sem er á milli * * en sleppið að gera st í tbst og 3 ll í síðustu endurtekningunni, tengja með kl í 3. ll.

Háls:
Gott að reyna að hekla nokkuð fast næstu umferðir.

13. umf. *4 fl í næsta llb, sl fl, 4 fl í næsta llb, sl st* endurtaka út umf það sem er á milli * * en endið á því að gera 4 fl í síðasta llb og tengja með kl í fyrstu fl (samtals 40 fl)

Þá er komið að því að þrengja opið en þarna gætuð þið þurft að aðlaga úrtökuna að ykkar krukkum því að hálsarnir eru mjög mismunandi eða jafnvel fækka eða fjölga umferðum.

14. umf. 3 ll (telur sem st), 1 st í hverja L út umf. en takið úr 5 L með reglulegu millibili með því að hekla 2stsam (samtals 35 st).
15. umf. 3 ll (telur sem st), 1 st í hverja L (samtals 35 st).
16. umf. heklið krabbahekl (fl heklaðar í öfuga átt) í hverja L.
Klippið og gangið frá endanum.

Svo er bara um að gera að skella einu sprittkerti í og njóta :)

© Ólöf Lilja Eyþórsdóttir - það má ekki afrita uppskriftina á neinn máta án míns samþykkis.

Hér er svo linkur á uppskriftina á Ravlery fyrir þau ykkar sem eru þar:
http://www.ravelry.com/patterns/library/skeljakrukka---crochet-jar-cover

Hekluð krukkaKrukkuhekl

Crochet jar cover - pattern

Crochet jar cover - pattern
Shell jar

You may need to adjust this pattern to what kind of jar and/or yarn you are using. I recommend to crochet a bottom because I think otherwise the surface will heat too much. Also it is good to remember the importance of never leaving a lighted candle in a jar unattended.

I use cotton yarn like Marks Bianca, Mayflower Cotton 8/4 Merceriseret or Løve Garn Bomuld 8/4 Merceriseret, 2.5 mm hook and a jar (mine is 12.3 cm high and 22.5 cm wide).

Abbreviations (US terms):
ch = chain
sl st = slip stitch,
sc = single crochet,
dc = double crochet,
tr = treble crochet,
sp = space,
st = stitch,
sk = skip,
rnd = round,
dc2tog = double crochet 2 stitches together

The bottom:
Make magic ring.
Round 1. ch 3 (counts as dc), 9 dc in ring, join with sl st into 3rd ch. Pull magic circle tight (total 10 dc).
Round 2. ch 3 (counts as dc), 1 dc in same st, *2 dc in each st* repeat between * * around, join with sl st into 3rd ch (total 20 dc).
Round 3. ch 3 (counts as dc), 1 dc in same st, 1 dc, *2 dc in same st, 1 dc* repeat between * * around, join with sl st into 3rd ch (total 30 dc).
Round 4. ch 3 (counts as dc), 1 dc in same st, 2 dc, *2 dc in same st, 2 dc* repeat between * * around, join with sl st into 3rd ch (total 40 dc).

The piece now covers almost the bottom of the jar but if you have a bigger jar you can continue the same way and increase dc between by 1 dc in each round. The next round should then be 2 dc in same st, 3 dc. 

The body:
The pattern itself is a multiple of 8. You may have to adjust next row, if you have done more rnds to the bottom, so it fits to the pattern. If you think the piece is too tight and too wide by increasing the number of repetitions then you can add ch 1 both before and after 1 tr. You should put the jar in the cover after rnd 6 or 7 to see if it fits.

Round 5. ch 3 (counts as dc), *1 dc in each st*, repeat between * * around, join with sl st into 3rd ch (total 40 dc).
Round 6. ch 4 (counts as tr), *sk 3 st, (3 tr, ch 1, 3 tr) in next st, sk 3 st, 1 tr in next st* repeat between * * around but omitting last 1 tr in the last repeat, join with sl st into 4th ch.
Round 7. ch 4 (counts as tr), *(3 tr, ch 1, 3 tr) in sp between the tr groups, 1 tr in next tr* repeat between * * around but omitting last 1 tr in the last repeat, join with sl st into 4th ch.

Repeat rnd 7 until the piece reaches the neck of the jar by stretching it up. I think it looks better to have the piece tight around the jar. I did rnd 7 in total 5 times.

You might need to place the jar in the cover before next rnd but otherwise after it. Make sure to weave in the end before you continue.

Round 12. ch 6 (counts as dc and ch 3), *1 sc in sp between tr groups, ch 3, 1 dc in tr, ch 3* repeat between * * around but omitting last 1 dc in tr and ch 3 in the last repeat, join with sl st into 3rd ch.

The neck:
You should try to crochet rather tightly next rnds.

Round 13. *4 sc in next sp, sk sc, 4 sc in next sp, sk dc* repeat between * * around but end with 4 sc into last sp and join with sl st into 1st sc (total 40 sc).

Now it's time to narrow the opening but here you might have to adjust the decreasing, because the jars neck might be very different, or might have to add or skip rnds.

Round 14. ch 3 (counts as dc), 1 dc in each st around but decrease with dc2tog 5 times evenly through out the rnd (total 35 dc).
Round 15. ch 3 (counts as dc), 1 dc in each st (total 35 dc).
Round 16. crab stitch (reverse sc) into each st.
Fasten off and weave in end.

Then you just have to put a tea light in it and enjoy :)

© Ólöf Lilja Eyþórsdóttir - you may not copy this pattern in any way (for example translating) without my permission.

Here is a link to the pattern for those who are using Ravelry:

Shell jarCrocheted jar cover